Vel heppnuð breyting er eign allra
Allar breytingar eiga eitt sameiginlegt. Það er fólk. Fólk er nefnilega þungamiðjan í öllum breytingum og það vill furðulega oft gleymast. Í staðinn er tímanum varið í skipulagið, tæknina, hugmyndina og fleira en á meðan verður starfsfólk að þolendum breytinga.
Vilt þú að vinnustaðurinn þróist hratt?
Í bókinni Upstream veltir höfundurinn Dan Heath því upp hvernig bílar væru í dag ef framleiðendur hefðu ekki mælikvarða á sölu, markaðshlutdeild og gæði. Já, eða endurgjöf viðskiptavina.
Ímyndaðu þér. Það væru framleiddir bílar með allskonar virkni og eiginleikum en hönnunardeildin myndi aldrei fá upplýsingar um hversu vel tókst til.
Ert þú að sinna björgun eða benda á tindinn?
Í starfi mínu hef ég oft liðsinnt við „sprungubjörgun“ á vinnustöðum. Björgunin kemur til vegna atburða sem hafa neikvæð áhrif á starfsmenn m.t.t. líðanar, viðhorfa, hegðunar og starfsgetu.
Þannig er starfsfólk jafnvel komið á endastöð, farið að missa trú á sjálfu sér og vinnustaðnum og sér ekki fyrir endann á stöðunni. Þá eru stjórnendur jafnvel farnir að tala um hversu erfitt sé að starfa með „þessu fólki“ og samskipti orðin slæm.
Hvað með afköst ríkissins?
Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla. Svo mikið var rætt um stefnur og mannkosti álitlegra skipstjóra og stýrimanna að allt annað gleymdist.
Uppskrift að áhrifum
Feykilega mikið hefur verið skrifað um stjórnandann og leiðtogann í gegnum árin og áratugina. Sum myndu segja nóg komið en hér kemur viðbót sem hefur ýtt við mörgum. Í starfi mínu sem stjórnunarráðgjafi notast ég gjarnan við myndmál þar sem ég útskýri hugmyndir og kenningar með penna að vopni. Ljóst er að erfiðara er að koma myndforminu til skila í texta en það er reynt hér
Þegar framkvæmdastjórn klúðraði breytingunni
Breytingar heppnast ekki alltaf, raun sjaldnar en ekki. Oft er talað um að eingöngu 30% breytinga skili tilætluðum árangri. Þetta er skiljanlegt enda vita allir sem hafa reynt að breyta hlutum að það er þrælerfitt. Hlutfalllið er í raun ekki galið, þar sem undirritaður er þeirrar skoðunar að flest breytingarverkefni séu í raun aðeins drifin áfram af þriðjung mögulegra krafta til árangurs.
Fílabeinsturninn og Landspítali
Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun.
Hugrökku leiðtogarnir og lömunarveiki ríkisins
Lengi hefur verið ljóst að tilvera stjórnenda hjá ríki og sveitarfélagi er þyrnum stráð. Lamandi lögmál starfsmannamála og fjárheimilda ríkisins skapa aðstæður sem mætti líkja við sund með lóðum. Þrátt fyrir það eru fjölmargir stjórnendur í ríkisrekstri sem láta það ekki stoppa sig og keyra áfram af hugrekki. Ekkert sem kemur fram hér að neðan er í nýtt – en af hverju er staðan óbreytt?
Blandaði vinnustaðurinn sem Covid gaf okkur
Þegar heimurinn lokaðist vegna Covid varð til vinnuumhvefi sem má kalla blandaða vinnustaðinnn (e. hybrid workplace), þar sem starfsmenn unnu bæði á starfsstöð og í fjarvinnu. Um var að ræða stórkostlegar breytingar á vinnuumhverfi heimsins og því fóru rannsakendur á kreik.
Ávanar vinnustaðarins
Lengi framan af var það víðtekinn sannleikur að heilinni væri harðvíraður. Það er, að við fæðingu fæddumst við með heila sem byggi yfir ákveðinni færni og að í æsku yrði þessi færni þjálfuð upp, sem svo myndi breytast lítið á fullorðinsaldri. Þannig ætti fullorðinn einstaklingur lítinn möguleika á að styrkja sig eða breytast, hann hreinlega væri bara svona. Hann fæddist svona.
Þunginn í vagninum
Segja má að vinnustaður sé eins og vagn. Vagninn á að fara í ákveðna átt og best væri ef allir starfsmenn stæðu fyrir aftan vagninn og ýttu honum í rétta átt. Þetta er aftur á móti sjaldséð. Oft finnst starfsmönnum þeir einir vera að ýta vagninum áfram á meðan aðrir virðast ýta vagninum í gagnstæða átt. Hin klassíska togstreita hefur myndast.
Slönguspilið á vinnustaðnum
Margir hafa staðið að umbótum eða breytingum á vinnustað sínum. Umbæturnar gætu hafa verið ósköp einfaldar yfir í að vera flóknar og umfangsmiklar. Hvert sem flækjustigið hefur verið hafa flestir reynslu af því að ná ekki þeim árangri sem stefnt var að. Það ætti ekki að koma á óvart enda gefa rannsóknir til kynna að 70% allra breytingarverkefna misheppnast.
Hvað með stjórnendateymið?
Í umfjöllun um rekstur fyrirtækja er gjarnan rík áhersla á stjórnandann og leiðtogann. Umfjöllunin er gjarnan í eintölu þar sem stjórnandanum er ýmist hampað sérstaklega fyrir góðan árangur eða gagnrýndur fyrir mistök. Í fræðibókum, námskeiðum og stjórnendaþjálfun er að sama skapi rík áhersla lögð á þennan einstakling, enda hefur stjórnandinn umtalsverð áhrif á árangur í rekstri.